Minnsta letur Miðstærð leturs Stærsta letur Stærsta letur á dökkum grunni Prenta þessa síðu
Atburðadagatal
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
desember 2017
Næsti mánuður
22. júní 2017

Víkingaleikar

Í dag héldum við Víkingaleika í tilefni af Brákarhátíð.  Við skiptum börnunum í hópa eftir hverfum en börnin voru klædd í sinn hverfislit.  Hver hópur lagði svo að stað frá Uglukletti á einn áfangastað þar sem beið þeirra þraut.  þegar hópurinn hafði leyst þrautina var haldið upp á vatnstank þar sem við hittumst öll, skoðuðum Borg, spjölluðum um Egil Skallagrímsson og Brák auk þess sem við fórum með vísuna sem Egill samdi ungur að aldri. 

Börnin á Skessuhorni héldu litlu Víkingaleikana í garði leikskólans á meðan eldri börnin voru í ratleiknum.

Þegar við komum aftur í Ugluklett og litlu Víkingaleikunum var lokið biðu okkar frískandi frostpinnar.  Í hádeginu var svo víkingamatur, skyr og flatkökur með hangikjöti.

 

meira...
22. febrúar 2017

Skátahúsið

Eftir áramót hafa tveir elstu árgangarnir okkar skipst á að vera í litlum hópum í skátahúsinu.  Þar leggjum við áherslu á útinám og nýtum okkur það að heimsækja staði sem eru annars ekki í göngufæri við leikskólann, s.s. bókasafnið, lögreglustöðina og Bjössaróló.  Þessa vikuna eru Fálkarnir, elsti hópurinn hjá okkur, í skátahúsinu og gær fóru þau í fjöruferð, tíndu rusl í fjörunni, skoðuðu lífríkið og bjuggu til eldfjall úr palstflösku, edik og matarsóda. Frábær dagur í yndilegu veðri.

meira...
13. september 2016

Heimsókn frá Hollandi

Í dag fengum við heimsókn frá skólastjórnendum og kennurum frá Hollandi. Þau komu til að skoða skólann okkar og fræðast um þá hugmyndafræði sem við vinnum eftir.

 

 

meira...
22. ágúst 2016

Smá fréttir

Við viljum bjóða alla velkomna aftur í leikskólann eftir sumarfrí. Hlökkum við til að njóta vetrarins með ykkur. 

Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsfólki þetta haustið.  Við höfum fengið þrjá nýja starfsmenn til okkar þá Ísak Jakob Hafþórsson, Heðrún Harpa Marteinsdóttir sem er uppeldis og menntunarfræðingur og svo síðast en ekki síst hún Sunna Gautadóttir sem hefur svo oft verið hjá okkur áður. 

Kristín Amelía Þuríðardóttir minnkar við sig og mun verður í skilastöðu frá kl 15.00-16.15.

Harpa er farin á Akureyri til þess að mennta sig sem leikskólakennari og Rúnar er farin til annara starfa.

 

Á vordögum sóttum við um styrk úr lýðheilsusjóða sem við tengdum við útikennslu, hreyfingu og nýsköpun. Í sumar fengum við svo úthlutað úr sjóðnum upphæð kr. 500.000 þúsund og eru við alveg í skýjunum með það.  Umsóknin heitir ævintýrapokinn og er ætlunin að afurðin úr þessu verkefni verði námsgögn, kennsluefni og þekking sem hægt er að nota við útikennslu og felur í sér aukna hreyfingu með tengingu við nýsköpunarmennt. 

 

Í lokin er gaman að segja frá því að 8 starfsmenn í Uglukletti eru að mennta sig innan uppeldis og menntunargeirans. Fimm fóru í leikskólakennaranám frá Háskólanum á Akureyri (fjórar í fjarnám og ein í staðnám) og svo eru þrjár í fjarnámi í  mastersnámi. Erum við í Uglukletti mjög stolt af okkar fólki. Til gamans má geta þess að í haust byrjuðu 12 nemendur í grunnnámi við leikskólakjörsvið við háskólann á Akureyrir og á Ugluklettur fimm einstaklinga í þeirri tölu. Eru því 42 prósent af nýnemum í grunnnámi í leikskólakennarafræðum við Háskólann á Akureyri frá Uglukletti.

meira...
29. júní 2016

Skóladagatal 2016-2017

Nú er skóladagatal fyrir næsta skólaár komið inn á heimasíðuna.  Endilega skoðið það og kynnið ykkur hvenær starfsdagagar verða svo allir séu meðvitaðir um það. Ég vil vekja athygli ykkar á því að starfsmenn leikskólans stefna á að fara í námsferð erlendis í kringum sumardaginn fyrsta og eru því tveir starfsdagar þar í kring, miðvikudagurinn 19 apríl og föstudagurinn 21 apríl.

 

Við opnum aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 4 ágúst. 

meira...
3. maí 2016

Töframaður

Í gær mánudag kom til okkar töframaður sem sló rækilega í gegn. Endilega skoðið myndir. Þeir sem ekki hafa aðgangin af myndasíðunni sendið okkur póst.

meira...
28. apríl 2016

Sumarlokun

Fræðslunefnd hefur samþykkt sumarlokun sem verður frá og með miðvikudeginum 6. júlí til og með miðvikudagsins 3. ágúst. Við opnum því aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 4. ágúst 

meira...
31. mars 2016

Blær kemur á Baulu

Í morgun fóru börnin af Baulu í gönguferð í fjöruna okkar hér í nágrenninu. Það vildi svo skemmtilega til að í fjörunni var kassi merktur leikskólanum Uglukletti. Í kassanum voru Blær bangsar fyrir öll börnin á Baulu. Ýmsar hugmyndir eru uppi um það hvernig kassinn komst í fjöruna alla leið frá Ástralíu. Börnin nýttu samveruna í hádeginu til að gera sinn bangsa persónulegan með því að föndra á hann hálsmen. Í framhaldi af þessum góða fundi í fjörunni verður unnið með vináttuverkefnið og Blæ á Baulu.

meira...
Víkingaleikar