Minnsta letur Miðstærð leturs Stærsta letur Stærsta letur á dökkum grunni Prenta þessa síðu
Atburðadagatal
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Fyrri mánuður
október 2017
Næsti mánuður
22. júní 2017

Víkingaleikar

Í dag héldum við Víkingaleika í tilefni af Brákarhátíð.  Við skiptum börnunum í hópa eftir hverfum en börnin voru klædd í sinn hverfislit.  Hver hópur lagði svo að stað frá Uglukletti á einn áfangastað þar sem beið þeirra þraut.  þegar hópurinn hafði leyst þrautina var haldið upp á vatnstank þar sem við hittumst öll, skoðuðum Borg, spjölluðum um Egil Skallagrímsson og Brák auk þess sem við fórum með vísuna sem Egill samdi ungur að aldri. 

Börnin á Skessuhorni héldu litlu Víkingaleikana í garði leikskólans á meðan eldri börnin voru í ratleiknum.

Þegar við komum aftur í Ugluklett og litlu Víkingaleikunum var lokið biðu okkar frískandi frostpinnar.  Í hádeginu var svo víkingamatur, skyr og flatkökur með hangikjöti.

 

 

Víkingaleikar